has gloss | isl: Steingrímur Arason kennari fæddist 26. ágúst 1879 og andaðist 13. júlí 1951. Hann stundaði gagnfræðanám við Möðruvallaskóla og síðan kennaranám í Flensborg og lauk kennaraprófi árið 1908. Einnig stundaði hann framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hann starfaði við kennslu barna og unglinga í Eyjafirði og Reykjavík en aðalkennslustörf hans voru við Kennaraskólann þar sem hann kenndi í 20 ár. Hann var ritstjóri Unga Íslands og formaður Barnavinafélagsins Sumargjöf fyrstu 15 árin sem það félag starfaði. |