has gloss | isl: Sigurður Kristófer Pétursson (9. júlí 1882 – 1925) var sjálfmenntaður fræðimaður og þýðandi, en hann þýddi t.d. Hávamál Indíalands: Bhagavad-Gíta. Hann var mikill málamaður, las norðurlandamálin öll, og talaði og ritaði dönsku. Ensku og þýsku nam hann svo vel að hann gat lesið vísindarit á þeim málum, og talaði esperanto og orti á því máli. Sigurður Kristófer er þekktastur fyrir bók sína: Hrynjandi íslenskrar tungu, en hún útskýrir með mjög sérstökum hætti hvernig skrifa má fallegra óbundið íslenskt mál. Sigurður Nordal las handritið yfir og benti á margt sem betur mátti fara. |